Velkomin

Zontaklúbburinn Sunna var stofnaður 6. febrúar 2003 í Hafnarfirði og er sá sjöundi á Íslandi. Stofnfélagar voru 26 talsins og flestar búsettar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Garðabæ. Í klúbbnum eru nú 26 konur með fjölbreytilegan bakgrunn, menntun og störf. Við hittumst einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina frá september og fram í maí. Yfirleitt eru fundirnir haldnir annan miðvikudag í mánuðinum. Á fundunum skipuleggjum við starf vetrarins, borðum saman kvöldverð og  stundum fáum við til okkar fyrirlesara. Við reynum að halda a.m.k. einn fund á vetri á vinnustað konu í klúbbnum. Þannig kynnumst við mismunandi störfum og vinnustöðum og hvor annarri betur. Eins skipuleggjum við eina óvissuferð á hverjum vetri og höldum árlegt skvísukvöld í fjáröflunarskyni þar sem nýtt þema er valið á hverju ári.

Markmið Zontaklúbbsins Sunnu er að styrkja tengsl á milli kvenna í ólíkum starfsstéttum, um leið og við öflum fjár til að styrkja baráttu fyrir auknum réttindum, betri menntun, bættri heilsu og betra öryggi kvenna hér heima og erlendis. Sem félagi í Zontaklúbbi færð þú tækifæri til að hitta spennandi og áhugaverðar konur með mismunandi bakgrunn og úr fjölbreytilegum starfsgreinum sem allar hafa sama áhugamál og þú, að leggja þitt af mörkum fyrir aðrar konur sem eru hjálparþurfi. Þú færð tækifæri til að stækka vinahóp þinn og taka þátt í áhugaverðum umræðum og fræðslu um ýmis málefni og þannig víkka sjóndeildarhring þinn. Eins getur þú átt von á að hlæja mikið og eiga margar skemmtilegar stundir með öðrum áhugaverðum konum.

Um Zontaklúbbinn Sunnu
Nafn: Sunna

Númer klúbbs: 13-03-1741
Stofndagur: 6. febrúar 2003
Fundartími: annar miðvikudagur í mánuði, september – maí
Fjöldi kvenna í klúbbnum: 26

Tengiliður:

Svana Steinsdóttir formaður

netfang: svana(hjá)icepharma.is