Þess vegna er ég félagi

FAKTA 

Quis autem vel eum iure reprehe nderit qui in ea voluptate velit esse quam nihil mole stiae consequatur, vel illum qui dolorem eum fugiat quo voluptas nulla pariatur. Nemo enim ipsam voluptatem quia voluptas sit aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos qui ratione voluptatem sequi nesciunt. Neque porro quisquam est, qui dolorem ipsum quia dolor sit amet, consectetur, adipisci velit, sed quia non numquam eius modi tempora incidunt ut labore et dolore magnam aliquam quaerat voluptatem.

Það var mikið gæfuspor fyrir mig að ganga til liðs við Zontasamtökin. Ég gerðist fyrst Zontasystir  í Zontaklúbbi Reykjavíkur. Sigríður Dagbjartsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Tannlæknafélags Íslands, fagfélags míns, hvatti mig til að ganga til liðs við Zonta eftir að ég kom heim frá námi. Síðar var ég svo heppin að okkur í Zontaklúbbi Reykjavíkur lukkaðist að stofna nýjan Zontaklúbb, Sunnu, árið 2003. Ég hef verið í honum síðan.

Zonta hefur auðgað líf mitt á margan hátt. Ég hef kynnst fjölda kvenna í okkar þjóðfelagi sem ég ella hefði misst af. Eignast vinkonur og kunningjakonur um landið og í hinum ýmsu starfséttum. Fengið að taka þátt í ótal skemmtilegum en jafnframt krefjandi verkefnum bæði hérlendis og erlendis.

Zonta hefur gefið mér tækifæri til að kynnast fjöldamörgum vinnustöðum kvenna á landinu og leyft mér að komast nær ýmsum verkefnum samfélagsins sem ég ellegar hefði misst af. Zonta gefur mér dýpri sýn og meiri skilning á því samfélagi sem við lifum í og einnig þeirri heimsmynd sem hver tími sýnir okkur. Ég upplifi að Zonta sé með puttann á púlsinum í alþjóðasamhengi í gegnum UN Women og UNICEF. Það er lærdómsríkt að sjá að grasrótarsamtök eins og okkar geta hreyft við og virkilega lagt mikið af mörkum til þessara stofnanna.

Zonta hefur gefið mér mikla lífsfyllingu og skerpt sýn mína á stöðu kvenna á heimsvísu. Ég er stolt af því að vera Zontakona og stolt af verkefnum Zonta bæði hér heima og annarsstaðar. Það er ómetanlegt að fá að vera hluti af risastóru tengslaneti kvenna sem allar hafa það markmið að bæta stöðu kvenna í heiminum án tillits til stjórnmála eða trúarbragða.

Ingunn Mai Friðleifsdóttir tannlæknir

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.