Styrktarverkefni

Myndin var tekin vorið 2016 þegar Dagný S. Jónsdóttir formaður Zontaklúbbsins Sunnu afhenti styrk til Miðstöðvar foreldra og barna. Á myndinni eru Stefanía Arnardóttir og Sæunn Kjartansdóttir stofnendur Miðstöðvarinnar ásamt Dagnýju.

VÖRUR:

Zontaklúbburinn Sunna selur silfurhlekk með Zontamerkinu til fjáröflunar fyrir klúbbinn. Hlekkinn hannaði og smíðaði Sigríður Anna Sigurðardóttir gullsmiður (Sigga&Timo), úr Zontaklúbbnum Sunnu. Silfurhlekkurinn er með festingu þannig að auðvelt er að hengja hann á hálsmen, armbönd, lyklakippur og hvaðeina. Hann fæst hjá fjáröflunarnefnd Sunnu, tengiliður er Helga Ágústsdóttir, netfang: helga.agusts(hjá)gmail.com

layout1

layout2

Test

Frá stofnun klúbbsins höfum við styrkt ýmis verkefni hér heima og að heiman. Við höfum m.a. styrkt ungar konur í Yemen til mennta og gefið sérútbúnar töskur fyrir ljósmæður í Afghanistan. Núna vinnur Zonta International ötullega gegn barnahjónaböndum.

Innanlands hefur Zontaklúbburinn Sunna veitt ýmsum verkefnum lið, einstaklingum  sem og samtökum. Þar má nefna Skjólið sem er athvarf fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, Kvenna athvarfið og Kvennaráðgjöfina sem er endurgjaldlaus lögfræðiráðgjöf fyrir konur sem þess þurfa. https://www.kvennaradgjofin.is/  Við höfum veitt samtökunum “Blátt áfram” styrk í baráttu þeirra gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Verkefnið “Gott útlit – betri líðan” fékk einnig styrk frá okkur, en um er að ræða óhefðbundna hópmeðferð fyrir konur sem miðar að því að hjálpa þeim að takast á við breytt líf og breyttar aðstæður eftir krabbameinsmeðferð. 

Zontasambandið ásamt kvennahreyfingunni stóð fyrir landssöfnun gegn kynferðisofbeldi árið 2010 og var opnað nýtt mansals-og vændisathvarf fyrir söfnunarféð. Göngum saman hefur hlotið styrk frá okkur, Dyngjan sem er áfangaheimili fyrir konur hefur einnig hlotið styrki frá okkur svo eitthvað sé nefnt. Við styrktum Samtök um Endometriosu á Íslandi árið 2018 og héldum málþing til að vekja athygli á þessum heilsufarsvanda https://www.endo.is/

Á alþjóðavettvangi starfar Zonta mikið í gegnum UN Women https://www.unwomen.org og önnur sambærileg samtök og þá einkum í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Meðal alþjóðlegra verkefna Zonta má nefna verkefni í Rwanda þar sem unnið er að því að koma í veg fyrir eyðnismit frá móður til barns og er farinn að sjást mikill árangur af því verkefni. Einnig eru samtökin að styrkja samtök í Liberíu sem settu á stofn læknastofur og þjálfa lækna til að gera aðgerðir á konum sem hafa farið illa í fæðingu svokallað fistula verkefni. Þetta er mjög útbreitt vandamál og konur sem í því lenda eru útskúfaðar úr samfélaginu vegna leka á þvagi og annarra vandamála. Hér eru eingöngu nefnd örfá verkefni sem samtökin standa fyrir.

Markmið Zontaklúbbsins Sunnu er að styrkja tengsl á milli kvenna í ólíkum starfsstéttum, um leið og við öflum fjár til að styrkja baráttu fyrir auknum réttindum, betri menntun, bættri heilsu og betra öryggi kvenna hér heima og úti í hinum stóra heimi. Á hverju ári stöndum við fyrir fjáröflunarkvöldi sem ber heitið „skvísukvöld“.  Þá biðjum við fyrirtæki að leggja góðu málefni lið með því að gefa vörur eða gjafabréf í happdrætti okkar. Skvísukvöldið, ásamt jólakvöldinu okkar, er okkar aðalfjáröflunarleið og við leggjum mikinn metnað í að gera þessi kvöld sem ánægjulegust. Sumarið 2019 hélt svo Zontaklúbburinn Sunna sitt fyrsta golfmót og rann allur ágóði þess í húsbyggingarsjóð Kvennaathvarfsins.

Við höfum styrkt Kraftasjóð Kvennaathvarfsins, Miðstöð foreldra og barna, samtök um endómetríósu og fleiri góð málefni. 

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.